Eistnaflug dagur 3

Ég verð nú að klára að blogga um Eistnaflug. Það hefur aðeins dregist sökum veikinda en hérna kemur dagur 3.

Föstudagskvöldið hófst á Kontinuum. Flottir tónleikar og gjörsamlega epískt trommusánd, ég fæ gæsahúð við tilhugsunina eina. Ég get nú ekki sagt að ég fýli öll lögin þeirra, en ég vil meina að lagið Í huldusal sé gjörsamlega (mig langar að segja aftur epískt, en ætla að sleppa því) magnað. Í instrumental partinum fékk ég svo mikla gæsahúð að ég þurfti að standa grafkyrr til að hindra tárin í að leka niður.

Næstir voru drengirnir í Dimmu. Það er alltaf mjög skemmtilegt að sjá þá á sviði. Þetta stefndi í að vera bestu tónleikar sem ég hef séð með þeim eftir fyrsta lag, ég hugsaði með mér að ég hefði aldrei séð þá jafn flotta. Í lagi númer tvö klikkaði eitthvað í gítarnum, skipt var um snúru og síðan magnara og ekkert virkaði. Mér skilst að gítarinn hafi að lokum verið tekinn beint í magnara án effecta. Þannig að þeir tóku ansi langan tíma að komast í gang. Þessi pása fannst mér dálítið drepa stemninguna á sviðinu og það tók þá nokkur lög að komast aftur í fýling (eða kannski tók það nokkur lög að koma mér sjálfri í fýling). Þeir voru með annan bassaleikara en venjulega og ekki gat ég heyrt að það hefði áhrif á spilamennskuna, alveg jafn góðir og venjulega.

Amorphis er finnsk hetjumetal sveit sem við sáum næst. Ég skemmti mér konunglega á tónleikunum, skemmtileg sviðsframkoma og ágætis mússík alveg hreint. Lítið meira um það að segja.

Sólstafir kláruðu kvöldið og kláruðu á sama tíma sénsana sem ég hef gefið þeim í gegnum tíðina. Ég hef séð þá ansi oft en aldrei náð að klára heila tónleika. Ástæðan fyrir því að ég gef þeim alltaf fleiri sénsa er sú að mig langar svo að skilja þessa tónlist. Einhver hlýtur ástæðan að vera fyrir þessum gríðarlegu vinsældum og ég bara þoli ekki að skilja ekki hlutina. En til að gera langa sögu stutta entist ég í hálft lag og ákveð hér með að fara ekki á fleiri Sólstafa tónleika. Einhver spurði mig hvort að ég fýlaði Sigur Rós. Þegar ég sagði nei við því sagði hann að þá myndi ég ekki fýla Sólstafi. Ágætis pæling. En mikið væri lífið nú leiðinlegt ef við hlustuðum öll á sömu tónlistina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sunna Þrastardóttir
Sunna Þrastardóttir

Tónlistaráhugamaður með MA í blaða- og fréttamennsku, BA í recording arts og diplomu í hljóðblöndun frá SAE í Amsterdam. Ég mun einungis skrifa um tónlist á þessari síðu.

Færsluflokkar

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband