Bloggfærslur mánaðarins, október 2013

Dásemdar gítarrúnk í Hörpu

 

Pabbi heitinn var duglegur að senda mér plötur frá Danmörku þegar ég var yngri og þá sérsteklaga plötur með hljómsveitum sem voru ekkert ofsalega vinsælar hér á landi og hvað þá meðal 16 ára unglingsstelpna. Þessar plötur voru með hjómsveitum á borð við Disneyland after dark, Dizzy miss Lizzy og meistara Steve Vai. Ég hlustaði á plöturnar Sex and religion og Fire garden fram og til baka á sínum tíma og var ofsalega hrifin af þeim. Þó ég hafi ekki hlustað á þessar plötur í mörg ár varð ég nú að sjá meistarann á sviði og keypti mér þess vegna miða á tónleika hans í Hörpu sem fóru fram í gær. Ef ég hefði ekki gert það hefði gamli væntanlega snúið sér við í gröfinni og ekki viljum við það. Ég rúllaði aðeins yfir þessar tvær plötur nokkrum dögum fyrir tónleikana og þær standa svo sannarlega fyrir sínu. 

 

Tónleikarnir voru haldnir í Silfurbergi í Hörpu sem ég held að hafi bara verið fín staðsetning. Þegar tónleikarnir byrjuðu fannst mér sándið frekar leiðinlegt, allt of mikill botn og mér fannst gítarinn eiginlega týnast. En hljóðið batnaði og var bara stórgott fannst mér, mér fannst reyndar mega vera hærra í bassanum, en að mínu mati mætti alltaf vera aðeins hærra í bassanum :) Ég var búin að búast við gæsahúð eftir gæsahúð og tárum en gæsahúðin kom aldrei. Auðvitað komu nokkur tár í Tender surrender, enda ég afskaplega tender kona. Einnig spratt fram tár á no time þegar Satriani barst til tals og þeir byrjuðu að spila Always with me always with you í djóki, bara í 5 sekúndur eða svo. Þrátt fyrir að gæsahúðin hafi aldrei komið voru tónleikarnir frábærir og Steve Vai afskaplega fyndinn gaur og skemmtilegt að fylgjast með honum. Bjóst við honum mjög þurrum og leiðinlegum, en hann var að skemmta áhorfendum sem var alveg frábært. Allir hljóðfæraleikararnir fengu sitt spotlight sem byrjaði með hinum gítarleikaranum sem var bilaður. Síðan fékk bassaleikarinn sitt slot og var sjúklega góður en ég hefði alveg viljað hlusta aðeins lengur á hann því hann fékk lítinn tíma. Trommarinn kom svo með eitt það allra besta trommusóló sem ég hef heyrt, enda kannski ekki heyrt mörg, en það var allavega gott.

 

Ég man aldre nöfn á lögum þannig að ég ætla ekkert að fara að þylja upp hvaða lög hann tók og mér fannst ekkert eitt lag neitt miklu betra en annað því þau voru öll mjög góð. En það voru ekki mörg lög sem ég hafði ekki heyrt, þannig að margt af þessu hlýtur að hafa verið af plötunum sem ég á. Þó að mér hafi ekki fundist neitt eitt lag flottast fannst mér rosalegt þegar Steve fór að spila á kassagítar, hef aldrei pælt í honum sem kassagítarleikara, en hann kann að káfa á strengjunum, það er nokkuð ljóst. Það var líka ótrúlega fyndið þegar hann skipti um föt í 3. eða 4. skiptið og kom svo aftur fram. Þá var búið að slökkva ljósin og hann kominn í einhvern geimbúning með ljósum sem skiptu um lit og með grímu sem einnig var upplýst. Auðvitað var gítarinn líka með einhverjum ljósum á og síðan var hann með leiser á hverjum putta. Frábær skemmtun :) 

 

Eins neikvæð og ég er verð ég líka að benda á pirrandi punkta. Ef að þið ætlið að fara að sjá svona magnaðann tónlistarmann drullið ykkur þá til að halda fokking kjafti. Afsakið orðbragðið. En þegar hinn gítarleikarinn fékk sitt spott (á kassagítar btw) þá voru einhverjar kellingar fyrir aftan okkur að tala og það ekki lágt. Hvernig vogið þið ykkur segi ég nú bara. Þetta var frábært lag hjá honum en maður gat ekki notið þess því einhverjar tussur (afsakið aftur orðbragðið, en ég verð brjáluð að hugsa um þetta) voru að tala um það hvort þær ætluðu á 11una eða á DIllon eftir tónleikana og hvort þessi eða hin myndi mæta. ARG! Ég, verandi eins og ég er, þorði ekki að segja neitt, en horfði þrisvar sinnum aftur til þeirra með illum augum en þær hafa greinilega ekki tekið eftir mér, enda of uppteknar að tala um hvað þær ætluðu að gera eftir á. Þegar Steve sjálfur tók svo part á kassagítarinn byrjuðu þær aftur að tala en núna um það að þær gætu sko ekki spilað svona á gítar. REALLY!!!!!??? Sem betur fer snéri konan sem sat við hliðin á okkur sér við og sagði þeim að grjóthalda kjafti eða fara fram. Þær gerðu það. Allavega var ég laus við þær það sem eftir var af kvöldinu. Takk kona, bráðum skal ég verða svona hugrökk eins og þú. Bottom line, HALDIÐ ÞIÐ FOKKING KJAFTI!!

 

Að mínu mati hefði mátt vera hlé þannig að maður gæti aðeins staðið upp og teygt úr sér. Vai dróg svo tvo úr salnum upp á svið til að hjálp sér. Stelpan sem fór upp á svið var voða krúttleg en gaurinn var algjört…..... Ég var búin að skrifa heilmikið en vil ekki vera kærð fyrir ærumeiðingar eða eitthvað þannig að ég ætla að tjá mig sem minnst um hann. En ég hefði allavega bara verið þakklát og sýnt virðingu. Síðan var ég mjög pirruð við Vai að hafa ekki valið Andra Ívars (Steve Vai Íslands) upp á svið. Ég reyndi að senda honum hugskeyti um að velja Andra en vindvélin hans Steve hefur greinilega náð að feykja hugskeytinu eitthvert annað.  

 

Lokarðin eru þau að þessir tónleikar voru frábærir. Ekki bara flott tónlist heldur líka góð skemmtun. Rúsínan í pylsuendanum var svo þegar Steve mætti í landsliðstreyju í uppklappinu. Frábært alveg. Takk fyrir mig, og það er eins gott að þú komin með G3 til Íslands eins og þú lofaðir okkur :) 


1860

 

Já ég skal sko segja ykkur það! Nú er kerla orðin ansi tæknivædd. Hingað til hef ég keypt mér geisladiska og plötur út í búð. En loksins skráði ég mig inn á tónlist.is og keypti þessa plötu þar, þetta er líka svo fallegur plötutitill að meður getur ekki annað en keypt hana, Artifical daylight. Og ég sé sko ekki eftir því. Hér kemur smá lýsing á plötunni. 

 

 

1. Go forth: Fallegt lag, það sándar allt ofboðslega fallega og tært. Ég er alltaf mjög skotin í röddunum og sérstaklega stráka röddunum. Það kemur smá breik í laginu sem er undir einhverjum Fleet foxes áhrifum ef mér skjátlast ekki.


2. Father's farm: Skemmtileg byrjun, man ekki eftir mörgum lögum sem byrja á svona hrárri bassatrommu. Síðan finnst mér milli stefið hljóma eins og eitthvað intró í teiknimyndaþáttum síðan ég var lítil, man samt ekki hvaða þáttur var það. Lgið er aðeins of mikið jolly cola fyrir mig.


3. Cold winter nights: Hef áður talað um það hvað mér finnst æðislegt þegar lög renna saman, og þetta heppnast mjög vel. Ég fæ alltaf gæsahúð og tár þegar þetta lag byrjar, alveg stórkostlega falleg byrjun. Síðan hressist lagið aðeins með fingrasmellum og maður heldur að maður sé að detta í eitthvað jolly cola lag en þá dettum við inn í frábært viðlag. Mér finnst söngvarinn fá að njóta sín vel í þessu lagi. Síðan dettum við annað erindi og þá rennur inn mjúkur bassi, silky smooth. Sjúklega flott hvernig mússíkin dettur niður fyrir breikið. Lokakaflinn er mjög flottur, maður heldur að lagið sé bara að renna út en þá fáum við gordjöss píanó alveg í blá lokinn. Mér finnst reyndar mjög pirrandi þegar hann segir öður side, í staðin fyrir other side. Það er nefnilega svo ótrúlega flottur tónn og þetta bara pirrar mig, svo ég næ ekki að njóta tónsins eins vel og mig hefði langað. Við fyrstu hlustun fannst mér þetta lag það besta á disknum. 


4. Socialite: Mér finnst alltaf magnað þegar maður man hvenær maður var þegar maður heyrir lög fyrst og ég man nákvæmlega hvar ég var þegar ég heyrði þetta lag fyrst. Ég var í mesta stresskast lífs míns á leiðinni í HÍ frá Hafnarfirði með meistara ritgerðirnar okkar Möggu heitar úr prentun, 10 mínútur í skil. Ég var að bíða á ljósum Kringlumýrabrautar/Miklubrautar og hljómsveitin var í viðtali og ég held að lagið hafi verið frumflutt í útvarpi akkúrat þá. Eitthvað náði þetta lag að róa mig og ég vissi að þetta myndi allt reddast :) Jebbs, ég gerði broskall. En hvað um það. Lagið byrjar á mjög flottu mandólíni og svo kemur söngurinn inn eitthvað prósessaður sem er mjög töff. Síðan rúllar þessi mjúki bassi inn, nammi. Mjög skemmtilegt lag. 


5. Bastion: Falleg byrjun. Þetta er bara ágætis lag, ekkert sem heillar mig upp úr skónum og ekkert sem pirrar mig. 


6. Blue ease, Líður bara í gegn. Ekki mikið að gerast en það virkar. Ofsalega fallegt, æðislegar raddanir þegar þeir segja blue ease. Tært og fallegt gítarsánd og flott sánd á rim shottinu..veit ekki hvað þetta heitir. Þegar það er slegið á kantinn á snerlinum. 


7. Íðilfagur. Skemmtileg melódía. Það pirraði mjög mikið þegar þeir byrja allt í einu að syngja á íslensku, bara asnalegt. En eftir fleiri hlustanir verður þetta bara skemmtilegt. Mandólínið fær að njóta sín vel í þessu lagi. Skemmtilega panaðir gítarpartar. Hvernig þeir gægjast inn, fyrst til hægri ,,hæ ég er hér‘‘ en svo til vinstri ,,nei djók ég er hér.‘‘ Dálítill húmor í því. 


8. Endless ocean. Frábær byrjun. ,,Sail on‘‘ hvað er að gerast? Hvaða tónar eru þetta! Það gerist eitthvað við þessa tónasamsetningu að það verður ekki haldið aftur af gæsahúðinni. Dásemd (ykkur að segja þá finnst mér dásemd vera fallegasta íslenska orðið, þannig í mínum huga gerist mússík ekki fallegri). Sérstaklega þegar þeir segja sail on í fyrsta skipti, það verður ekki alveg jafn áhrifaríkt næstu skipti þó það sé yndislegt. Frábært þegar trommurnar og bassinn koma inn. Besta lagið á disknum að mínu mati.  


9. Times. Fallegt lag en gerir ekkert ofsalega mikið fyrir mig. 


10. Surrender. Frábær melódía. Ágætis hugmynd að pana sönginn til hægri og allt annað til vinstri. Held þetta hefði notið sín betur í normal pani. Söngurinn fær að njóta sín vel en því miður bara hægra megin. Viðlagið gerir ekki mikið fyrir mig. 


Mikil sunnudagsplata. Þegar maður situr bara í sófnum eða er að skúra (haha eins og ég skúri einhvertíman) eða eitthvað og það er kalt úti en mjög fallegt veður eins og akkúrat í dag. Diskurinn einkennist af fallegum byrjunum, flottu spili, allt hljómar mjög vel, frábærar röddunum og fallegum melódíum og textum. Ég hélt ég væri meistari í því að radda, en ég gæti nú lært heilmargt af þessum peyjum. Ég held að lokaorðin verði þau að þessi plata er ofboslega falleg, en það eru tvö lög sem mér finnst ekkert voða spes. 


Höfundur

Sunna Þrastardóttir
Sunna Þrastardóttir

Tónlistaráhugamaður með MA í blaða- og fréttamennsku, BA í recording arts og diplomu í hljóðblöndun frá SAE í Amsterdam. Ég mun einungis skrifa um tónlist á þessari síðu.

Færsluflokkar

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband