Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2014

Eistnaflug 2014


Við vinkonurnar rúlluðum inn í Neskaupstað fimmtudaginn 10. júlí í algjörri bongóblíðu. Fallegi fjörðurinn skartaði sínu fegursta eins og við var að búast. Þriðja árið í röð vorum við mættar. Eistnaflug er eins og Pringles, einu sinni smakkað þú getur ekki hætt. Fyrsta kvöldið var ekkert mikið á dagskránni sem okkur langaði að sjá þannig að við gátum sötrað bjór á pallinum hjá frábærum gestgjöfum fram eftir kvöldi. Við lögðum svo af stað niðrí Egilsbúð þar sem fyrir nokkrum árum voru haldnir minningartónleikar um pabba. Sá dagur mun aldrei gleymast. 
 
Sign: Ég held að ég hafi ekki séð Sign síðan á 17. júní 2005 eða 2006. Ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum. Gífurlega flott hljómsveit, þéttir og kraftmiklir. Söngvarinn náttúrulega drullugóður. Það eina sem mér fannst var að þarna vor nokkur gítarsóló sem hefðu mátt missa sig. Úti á túninu eftir tónleikana voru flestir sem ég talað við alveg í skýjunum með tónleikana. Ég er ennþá með Thank god for silence á heilanum. 
 
Brain Police: Ég nenni varla að segja mikið um þá tónleika. Ég hef svo oft skrifað hér um það hversu mikið ég elska þá og ætla bara að segja sem minnst. Ég elska þá svo mikið að ég held að ég sé hreinlega ófær um að segja hvort þeir hafi verið góðir eða slæmir. 
 
Við sáum ekki meira fyrsta kvöldið og annað en margir hátíðargestir fórum við inn í herbergið okkar, skriðum upp í risarúm og fórum að sofa. Það var ágætt því morguninn eftir heyrðum við sögur af fólki í rennandi blautum svefnpokum. Það er gott að vera prinsessa.
 
Á föstudeginum byrjuðum við á því að fara í sund og svo beint heim að kúra til að safna smá kröftum fyrir rosalegt line up það kvöldið.
 
Agent Fresco: Við pirruðum okkur dálítið á því að Agent Fresco væru svona snemma á ferðinni en þeir byrjuðu klukkan hálf sjö. Ég dýrka Agent Fresco og hef alltaf gert en því miður hafa þeir átt betri daga. Einhversstaðar las ég að þeir hefðu ekki spilað í 8 eða 9 mánuði og því miður fannst mér það heyrast. Söngvarinn er stórkostlegur þegar hann á góða daga, en hann var lengi að koma sér í gang og var frekar falskur í fyrstu lögunum. Ég veit ekki hvort það hafi verið sándið eða tónlistin en mér fannst þetta bara alls ekki vera að gera sig. Mér fannst hljóðfærin öll vera í hrúgu í mixinu og ég sem þekki lang flest lögin þeirra áttaði mig ekki fyrr en mjög seint í lögunum hvaða lag þeir væru að taka. Kannski er þetta bara ég því margir aðrar sögðu þá hafa verið mjög góða. Það besta við tónleikana var eitt rosalegast rokkörskur sem ég hef heyrt sem söngvarinn tók fyrir síðasta lagið. Algjört nammi. Síðan er reyndar alltaf gaman að sjá þá spila því þeir elska það sem þeir gera og það sést langar leiðir. 
 
Dimma: Það var í raun ágætt að Agent Fresco hafi byrjað svona snemma því við gátum farið á Pizzafjörð og fengið okkur bestu pizzur á landinu og þó víðar væri leitað fyrir næsta band. Það er nú bara þannig að Dimma er ein af flottustu hlómsveitum á landinu með besta söngvarann. Hef lítið um þessa tónleika að segja annað en að þeir voru rosalegir. 
 
The Vintage Caravan: Ég hef alltaf fýlað þessa peyja og þeir voru mjög góðir. Mér finnst ég samt hafa séð þá betri. Eitt sem pirraði mig gríðarlega við þessa tónleika var að það hljómaði einhver leiðinleg tíðni helminginn af tónleikunum. Það var eins og einhver stæði á sviðinu og blési stanslaust i fremsta partinn af blokkflautu. Ég er ekki viss hvaðan þetta kom en ætla að skjóta á snerilinn. Það er ógeðslega gaman að horfa á þá spila og þá sérstaklega bassaleikarann sem brosir alltaf hringinn. Söngvarinn tók svo sama atriði og hann gerði í fyrra þegar hann crowd surfaði á gúmmíbát, sem var stórkostlegt. 
 
Sólstafir: Fyrir hverja tónleika með Sólstöfum segi ég við vinkonurnar að nú ætli ég að komast í gegnum heila tónleika þannig að ég viti um hvað málið snúist. Ég reyndi eins og ég gat en þraukaði bara í einhver 3 lög eða svo. Þetta er bara ekki fyrir mig, þetta er of rólegt og þungt sem meikar kannski lítið sens en ég get ekki útskýrt það betur. Auðvitað eiga þeir nokkur góð lög sem ég fýla en inn á milli koma kaflar sem er alltof langir og lítið að gerast. Ég var trúlega eina á svæðinu sem gekk út af þessum tónleikum, ég er kannski bara ekki með nógu þroskaðan tónlistarsmekk. Ég fór því beint í búðina og keypti mér Brain Police bol og þegar ég kom til baka var Stebbi í Dimmu kominn á sviðið með þeim sem var mjög skemmtilegt. Finnst voða gaman að fá smá mix. 
 
Skálmöld: Já þeir eru bara geggjaðir það er lítið annað hægt að segja en það. Ég sá þá síðast í Borgarleikhúsinu sem var frábær skemmtun. Ég vona innilega að þeir taki nýjustu plötuna líka í þeim búning. Þeir voru með nýjann trommara þar sem trommarinn þeirra var nýbúinn í aðgerð en það kom ekki að sök. Allavega tók ég ekki eftir því. Þeir tóku nokkur ný lög sem að ég var ekki að fýla. Þau voru ekki jafn melódísk og grípandi eins og mörg lögin þeirra. Það er kannski ný stefna hjá þeim. Allavega veit ég um marga sem fýla þá ekki einmitt vegna þess að þeir eru of grípandi á köflum. Skálmöld nær líka alltaf að toppa stemninguna í Egilsbúð, það tryllast allir og syngja með. 
 
Á laugardeginum byrjuðum við á því að fara á Pizzafjörð og fá okkur Skarðið. En ekki hvað. Við erum að tala um pepperoni, rjómaost, sveppi og beikon. Fokk mí hvað þetta eru góðar pizzur.
 
Benny Crespo's Gang: Það er sömu sögu að segja með Benny og Sign að ég hafði ekki séð þau síðan 17. júní 2005 eða 2006. Þá var ég mikill aðdáandi og átti plötuna og allt. Þau voru hins vegar ekki neitt eins og í minningunni. Lögin voru frekar leiðinleg og allt of artí fyrir minn smekk. Það var eins og söngvararnir væru sjaldnast að syngja sama lagið og já þetta var bara frekar einkennilegt. Reyndar var þriðja lagið sem þau tóku alveg geggjað og ég brosti og allt (það gerist þegar ég heyri eitthvað gott). Ætli það hafi ekki verið lagið Next Weekend.
 
nas Sig og Ritvélar Framtíðarinnar: Ég var dálítið efins um á Jónas Sig ætti heima á Eistnaflugi. Þó að ég hafi alltaf fýla þetta band var ég ekki viss um að þetta myndi passa þarna. Ég hefði betur látið þessar efasemdir eiga sig því þetta voru geðveikir tónleikar og stemningin ekki síðri. Ég hef ekkert út á tónleikana að segja nema hljóðlega séð. Að mínu mati hefði mátt vera hærra í Jónasi og líka í brassinu. Síðan fannst mér snerillinn leiðinlega mixaður. Mér heyrðist þetta vera eitthvað geitað reverb sem passaði ekki alveg við afganginn af tónlistinni. Bara svo að það sé á hreinu þá kann ég ekkert að mixa trommur en er voða flink að drulla yfir það. Mér finnst alltaf gaman að blásturshljóðfærum og ég tók sérstaklega eftir góðri dínamík, spiluðu lágt þagar það þurfti og hátt þegar það átti við. Samt hefði átt að vera meira af þeim í mixinu. 
 
Mammút: Ég get ekki ákveðið mig hvort ég sé aðdáandi eða ekki. Hef séð þau nokkrum sinnum og er alltaf 50/50. Þessir tónleikar voru ekkert öðruvísi. Fyrstu 4 lögin voru skelfilega leiðinleg og ég var við það að labba út en ákvað að þrauka sem var ágætt því síðustu 3 voru hrikalega góð.  
 
Þá var aftur haldið á Pizzafjörð og fengið sér Skarðið og hlaðið í sig kolvetnum fyrir næsta band.
 
Maus: Ég veit ekki af hverju ég hef aldrei gefið mér tíma í að hlusta á Maus af einhverju ráði. Auðvitað hefur maður heyrt flest þessara laga oft og mörgum sinnum en ég hef aldrei átt Maus plötu. Ég held að nú verði breyting á, því ég var gjörsamlega dolfallin eftir þessa tónleika. Þeir tóku hvert flotta lagið á fætur öðru en flottasta lagið fannst mér vera Musick. Vávává, ég var alveg búin að gleyma þessu lagi. Gríðarlega flott lag. Ég er búin að hlusta á þetta lag nokkrum sinnum síðan ég kom heim og þetta er nýjasta uppáhalds lagið mitt. Ég hef sagt það áður að ég er oft pinku seinþroska þegar kemur að tónlist. Ég er samt dálítið sár því að á meðan þeir spiluðu þetta lag tók trommarinn svo geðbilað trommufill að ég var næstum köfnuð á strumpanamminu mínu sem ég hafði keypt mér fyrr um daginn af einhverjum óskiljanlegum ástæðum. Ég heyri þetta trommufill ekki í laginu núna og vil endilega að þetta verði tekið upp aftur, takk fyrir. 
 
HAM: Jájá hvað get ég sagt. Það að háttvirtir alþingismenn og borgarfulltrúar syngi um dauða hóru er náttúrulega bara fyndið og frekar súrrealískt. En nei þetta er ekki mín tónlist og mér er drullusama þó að ég tapi öllum rokkprikunum mínum fyrir það (enda á ég ekki mörg eftir). Við hlustum á fyrstu 3 eða 4 lögin og löbbuðum þá bara út í rigninguna. Fengum okkur svo engifer, chilli mohito inn á Hótel Hildibrand sem var gríðarlega góður og fín tilbreyting frá bjórþambi.

Retro Stefson: Ef ég hafði efasemdir um Jónas Sig þá voru þær margfaldar fyrir þessa tónleika. Retro Stefson myndi aldrei ná að mynda stemningu á Eistnaflugi hjá pungsveittum, síðhærðum rokkurum. Þetta voru hins vegar þeir rosalegustu tónleikar sem ég hef séð á Eistnaflugi hvað stemningu varðar. Ég hélt á tímabili að húsið myndi hreinlega hrynja. Ég hef alltaf kunnað ágætlega við þetta band, kannski aðeins og hresst á köflum fyrir minn smekk en þau voru alveg æðisleg. Fyrsta lagið sem þau tóku var instrumental að mig minnir og ég vil endilega að einhver segi mér hvað þetta lag heitir. Sjúklega flott lag og minnti á Boston, Kansas, Journey, Asiu veislu. Algjört nammi. Það var líka gaman að sjá þegar Stebbi Eistnaflug crowd surfaði á gúmmíbátnum með söngvaranum.
 
 
Þetta átti að vera síðasta Eistnaflugið mitt, enda var ég að fara 3ja árið í röð. En ég get ekki endað þetta á svona rigninga Eistnaflugi þannig að ég mæti aftur að ári. Til hamingju með 10 árin og takk fyrir frábæra veislu. Þið eruð æðisleg !!!  
 

 

Höfundur

Sunna Þrastardóttir
Sunna Þrastardóttir

Tónlistaráhugamaður með MA í blaða- og fréttamennsku, BA í recording arts og diplomu í hljóðblöndun frá SAE í Amsterdam. Ég mun einungis skrifa um tónlist á þessari síðu.

Færsluflokkar

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband