Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2013

Roca og ról á Dillon

Ég held að það sé orðið ansi langt síðan í fór úr bænum um Verslunarmannahelgi. Ég held það hafi verið Akureyri fyrir tæpum 10 árum síðan. En það er nú bara þannig að undanfarin ár hefur verið hörkudagskrá í bænum og þar sem það var mun betri dagskrá á Dillon en á Innipúkanum var förinni heitið þangað. 


Ég komst því miður ekki fyrsta kvöldið og missti þessvegna af Leaves og Botnleðju sem mér þykir ansi fúlt. En það bíður betri tíma. Á laugardeginum var svo planið að sjá Vintage Caravan og kannski eitt lag með Blaz Roca, svo við myndum nú ekki alveg springa af kjánahrolli. En það er bara alltaf sömu sögu að segja með snillingana í Vintage, þeir bara klikka ekki. Algjört súper band. Hingað til hef ég aðalega verið að fylgjast með bassasnillanum sem er ansi hæfur á sínu sviði, en nú bara gat ég ekki tekið augun af gítarleikaranum/söngvaranum. Auðvitað hef ég alltaf tekið eftir manninum enda frábær söngvari en ég var í fyrsta skiptið í gær að taka eftir hversu drullugóður gítarleikarin hann er. Það var bara hvert súpersólóið á fætur öðru. Uppáhalds lagið mitt með þeim þessa stundina er klárlega Psychedelic Mushroom Man. Ég veit ekkert betra en þegar þeir detta í viðlagið og takturinn breytist, dálítið gott. Og þeir eru bara 3! Hversu mikill Cream fýlingur er það? Algjört nammi.


Ég var mjög hissa og jafnvel hneyksluð að sjá Blaz Roca á dagskránni og ætlaði bara að sjá kannski eitt lag og svo drulla mér eitthvað annað. Ég kom mér fyrir og var fljót að krossleggja hendurnar, sem ég heyrði einhversstaðar að þýddi að maður væri í varnarstöðu og líka eitthvað um óöryggi. Það var alveg rétt, fyrstu hiphop/rapp tónleikar sem ég hef séð að mig minnir, allavega á Íslandi og ég bara var mjög óörugg, vissi ekkert hvað var að gerast :) Í byrjun kom svo þessu svaka kjánahrollur af því að sorry bara með mig þetta var fáránlegt. Einhver einn gaur að sjá um mússíkina og svo þrír rapparar. Erpur, og svo tattúeraður gaur með hökutopp sem ætti frekar heima í ZZ top og svo einhver þarna fyrir aftan sem var reyndar með mæk, en ég veit ekki alveg hvað hann var að gera. En kjánahrollurinn fór fljótt og þegar ég hætti í varnarstöðunni tók ég bara eftir að þetta var bara helvíti grípandi á köflum. Ég reyndar skildi ekki helminginn af því sem maðurinn talaði um…maður hefur jú heyrt minnst á mellur, hórur og lóka en síðan fór hann að tala um sigti og eitthvað fleira sem ég man ekki. Í minni heimasveit notuðum við sigti í matargerð, veit ekki hvort þessi sigti sem hann talaði um myndu virka á spaghettíið. Þó að tónlistin hafi kannski ekki verið mín uppáhalds var þetta fínasta skemmtun. Þeir voru fyndnir og skemmtu sér vel sem smitar út frá sér. 


Sunnudagurinn var svo tekinn með trompi. Esja var fyrsta bandið sem við sáum og vorum við allar að sjá þá í fyrsta skiptið. Það allra fyrsta sem ég sá þegar ég leit upp á sviðið var þessi undursamlegi gítar sem Krummi var með, algjört góðgæti. Síðan tók ég eftir Daníel Ágústi sem er bara guð í mínum augum. Hann hefur alla tíð verið einn af mínum uppáhalds söngvurum. En þessi tónlist er ekki alveg fyrir mig. Lögin eru of keimlík og róleg, þau rokkast svo aðeins upp sem er jákvætt en það verður aldrei neitt meira úr þeim, trommarinn fær samt alveg 5 stjörnur. Væri reyndar til í að kynna mér þetta band betur og gefa þeim séns. Reyndar stóðum við ekki úti alla tónleikana og fórum inn í smá stund. Þá heyrðum við eitthvað lag sem var trúlega síðasta lagið sem hljómaði mjög vel. Aldrei skyldi maður læra að drullast til að hlusta á tónleika til enda. 


Yndisdrengirnir í Dimmu voru næstir og voru bara flottir eins og alltaf. Mér finnst ég alltaf vera að segja sömu helvítis hlutina hérna, þarf að fara að hlusta á eitthvað annað, kannski maður fari að kynna sér hippedí hopp í staðinn fyrir þetta rokk og ról alla daga. Og þó, kannski ekki. 


Brain Police lokuðu svo kvöldinu eins og þeim er von og vísa. Þessir drengir eru bara alltaf með þetta, það er ekkert öðruvísi. Ég var reyndar frekar pirruð yfir sándinu. Allir tónleikarnir fannst mér sánda mjög vel og síðan komu þessir meistarar á sviðið og þetta rosa band hljómaði eins og bílskúrsband..og þó, það er kannski of harkalega orðað. En sándið á þeim var allavega ekki nógu gott, það var of lítið einhvernveginn, þröngt, æjji ég veit ekki. Plús þá var mækurinn hans Jenna að feila sem var frekar pirrandi. En hvað um það, þeir enduðu á Taste the Flower og tóku svo Coed Fever í uppklappi svo ég fór ansi sátt heim.

  


Takk fyrir mig Dillon



Höfundur

Sunna Þrastardóttir
Sunna Þrastardóttir

Tónlistaráhugamaður með MA í blaða- og fréttamennsku, BA í recording arts og diplomu í hljóðblöndun frá SAE í Amsterdam. Ég mun einungis skrifa um tónlist á þessari síðu.

Færsluflokkar

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband