Eistnaflug dagur 2

Dagur tvö byrjaði á hljómsveitinni Brot sem spiluðu í Egilsbúð. Áhugavert band og ágætlega þétt en að mínu mati var söngvarinn ekki alveg með á nótunum. Mér fannst röddin hans reyndar skemmtilega lík rödd Björns Jörundar á köflum, gaman að því. Einnig fannst mér hljóðið hafa mátt vera ögn lægra, en það er ef til vill bara aldurinn…

Eftir það sáum við hljómsveitina Nykur. Þetta er mússík að mínu skapi þó svo að sum lögin séu dálítið keimlík. Í fyrstu fjórum lögunum var reyndar leiðinleg tíðni sem hékk yfir öllu, væntanlega eitthvað úr snerlinum, sem gerði upplifunina ekki alveg jafn góða. En sem betur fer eru ekki allir jafn smámunasamir og ég. Ég væri allavega til að fara aftur á tónleika með þessari hlómsveit.

Gleðisveitin Kolrassa krókríðandi voru næst á svið. Rosalega gaman að þeim, mikið stuð og taumlaus spilagleði. Ég er bara ekki alveg nógu pönkuð til að geta tjáð  mig eitthvað að viti um tónleikana. 

Ísraelsku rokkararnir í Melechesh tóku við af þeim og þar kvað við örlítið annar tónn, þó bara örlítið. Á feisbúkk síðu þeirra segjast þeir hafa fundið upp "mesapotamian metal." Ágætis sviðsframkoma, en ég hefði alveg sofið jafn vel þó að þeir hefðu sleppt því að finna upp á þessari tónlistartegund.

Kvöldið okkar endaði á Ensími sem maður hefur séð 20 sinnum áður. En það er ástæða fyrir því að maður fer aftur og aftur á tónleika. Þeir eru bara með þeim bestu á landinu. Það sem ég kann líka að meta við Ensími er lagavalið þeirra. Sama hversu oft maður sér þá, þá getur maður alltaf gert ráð fyrir að heyra gömlu góðu uppáhalds lögin sín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Skoðið frekar þessa síðu:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/category/12/

Jón Þórhallsson, 12.7.2016 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sunna Þrastardóttir
Sunna Þrastardóttir

Tónlistaráhugamaður með MA í blaða- og fréttamennsku, BA í recording arts og diplomu í hljóðblöndun frá SAE í Amsterdam. Ég mun einungis skrifa um tónlist á þessari síðu.

Færsluflokkar

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband