Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2017

Plöturnar hans pabba #2

Ég á það til að fá mjög góðar hugmyndir. Yfirleitt tekur það mig þó nokkr ár að framkvæma þær. Skömmu eftir að pabbi dó fékk ég þá hugmynd að hlusta á allar plöturnar hans og skrifa um þær nokkra punkta, til að vita hverjar maður ætti að hlusta á aftur og hverjar maður ætti að sleppa.

Í maí í fyrra byrjaði ég svo þetta ferðalag og það var engin slor plata, Back in black. Auðvelt verkefni. Þegar ég ætlaði síðan að halda áfram með næstu plötu féllust mér hendur hreinlega. Platan Lone Rhino með Adrian Belew er algjört bull…eða það fannst mér þá. Ég ætlaði að gefa mér nokkra daga sem varð að vikum, mánuðum og síðan rúmu ári.

Í dag hafði ég svo kjarkinn til að prófa þessa plötu aftur. Það sorglega við þetta er að platan var enn í plötuspilaranum, sem þýðir að hann hefur ekki verið notaður í rúmt ár. Eftir fyrstu hlustun á þessari plötu hef ég greinilega ekki þorað að snerta plötuspilarann.

Platan Lone Rhino er tekin upp á sama stað og Back in black í Compass Point á Bahamas árið 1981. Hún er flokkuð sem pop rock, avant-garde og ég býst við að það sé avant gardið sem hafi hrint mér í burtu þarna í byrjun. Já ég veit að það er erfitt að flokka tónlist niður í ákveðnar stefnur og allt það, mér finnst samt fínt að hafa það til hliðsjónar.

Upphafslag plötunnar, Big electric cat, er bara aðeins of mikið. Tilraunakennt, skrítið og alls konar sem ég kem ekki orðum að. En því lengra sem platan rúllar verður hún þægilegri í hlustun og meira mér að skapi. Lagið Man on the Moon er ofsalega fallegt og að mínu mati flottasta lagið á A hliðinni. Á umslaginu stendur um lagið ,,..about the death of my father..it took 11 years and one surreal evening to put words on my feelings..” Yndisleg melódía og fallegur texti með samt svo einkennilegri útsetningu að þetta verður eitthvað súrrealískt fusion af sorg, trega og partýi.

B hliðin byrjar jafn einkennilega og A hliðin, á stuttu instrumental lagi sem er út um allt. Herra Belew getur alveg samið melódíur og texta sem kemur skýrt fram í laginu the Lone Rhinoceros. Textinn er um einmanna nashyrning sem er fastur í steypubúri í dýragarði þar sem fólk hendir í hann kókflöskum og það eina sem hann þráir er að fara aftur heim.

Á plötunni leikur hann sér að því að mixa hljóðfæri og effecta afturábak (veit ekki rétta orðið yfir það). Mér finnst það passa misvel í lögin en það fær að njóta sín í laginu Swingline, sem er hressandi og grúví smellifingrumlag.

Allt í allt finnst mér þetta bara ágætis plata sem kemur mér á óvart miðað við sjokkið eftir fyrstu hlustun. Kannski þurfti ég bara þetta rúma ár til að hugsa þetta aðeins. Það eru mjög leiðinleg lög inn á milli en flest lögin væri ég alveg til í hlusta á aftur.

Uppáhaldslögin mín á plötunni eru the man on the moon, the lone rhinoceros og animal grace.

Lög sem ég er hreint ekki hrifin af eru Big electric cat og hot sun.

Næsta platan á listanum (sem er í stafrófsröð) er önnur Adrian Belew plata, Twang bar king. Ég ætla að reyna að hlusta og skrifa um hana áður en ég fermi fyrsta barnið mitt..sem hefur ekki verið búið til ennþá. Skemmtilegt nokk, þegar ég var að gramsa í plötunum fann ég tvær inneignir í Lucky Records. Einhverjar uppástungur? Ég er að hugsa um nýju ADHD plötuna...


Höfundur

Sunna Þrastardóttir
Sunna Þrastardóttir

Tónlistaráhugamaður með MA í blaða- og fréttamennsku, BA í recording arts og diplomu í hljóðblöndun frá SAE í Amsterdam. Ég mun einungis skrifa um tónlist á þessari síðu.

Færsluflokkar

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband