Eistnaflug dagur 1

Nú er ég stödd á mínu fjórða Eistnaflugi. Ég fór þrjú ár í röð, en fór svo í fýlu í fyrra því ég bjóst ekki við að flutningur úr Egilsbúð í íþróttahúsið myndi takast vel. Um leið og Eistnaflugsliðar tikynntu að Opeth kæmu í ár kyngdi ég fýlunni og keypti miða, enda hefur Opeth verið ein af mínum uppáhalds í um áratug. 

 

Mikið var ég ánægð að hafa drullað mér, því íþróttahúsið lítur svo vel út og sándar mjög vel. Maður er reyndar með smá samviskubit að drekka bjór þar sem maður er vanur að vera heilsusamlegur og spila blak, en það hlýtur að lagast.

 

Í gærkvöldi byrjuðum við á því að sjá nokkur lög með Muck en vorum aðalega að setja okkur í stellingar til þess að sjá Magna, enda við mjög harðar gellur. Muck er ekki alveg mín tónlist og bara ekkert meira um það að segja, við fýlum bara ekki öll það sama.

 

Ef ég væri forseti myndi Magni fá fálkaorðuna og Guðni Finns helst líka, jafnvel hljóðmaðurinn. Ég er enn sár yfir því að Magni hafi ekki komist í Eurovision hérna um árið því hann er bara hreinlega einn af bestu söngvurum landsins. Þeir tóku cover gigg og voru lögin mér að skapi. Þeir tóku lög með Stone temple pilots, Nirvana, Bowie, Live, Metallica, Radiohead, Pearl Jam og fleirum. Þetta band er alveg skelfilega þétt, enda valinn maður í hverju horni og jidúdda hvað bassinn sándaði vel, fæ án djóks smá tár í augun bara að hugsa um það (ég er mjög emotional þegar kemur að góðu bassasándi). Helst hefði ég viljað allavega þriggja tíma tónleika. Öll lögin voru svo gott sem alveg fullkomlega spiluð en að öðrum ólöstuðum þá átti For whom the bell tolls þetta kvöld, gæsahúð dauðans. Dolphins cry með Live er mikið guilty pleasure hjá mér og hefði ég viljað fá bandið með í því, ekki bara Magna þó að hann sé frábær…það er það eina sem ég hef út á þetta frábæra gigg að setja.

 

Eftir Magna spiluðu Marduk sem er sænsk black metal sveit. Þar sem ég skil ekki black metal staldraði ég stutt við á þeim tónleikum. Eftir þeim spiluðu Agent Fresco, sem eru búnir að vera í uppáhaldi í kringum áratug…nei getur það verið? Vá! Ég tók nú strax eftir því að það var ekki allt með feldu hjá söngvaranum, enda tilkynnti hann áhorfendum það eftir tvö lög að hann væri með lungnabólgu, en tók jafnframt fram að maður sleppti því ekkert að spila á Eistnaflugi þrátt fyrir smá veikindi. Þumlar upp til ykkar! Þeir vou alveg geggjaðir eins og venjulega. Ég verð að hrósa Jóa hljóðmanni líka fyrir gott sánd og þarf að fá uppskriftina af sneril sándinu í þriðja laginu sem mig minnir að hafi verið Wait for me. Ég brosti bara hringinn, algjört nammi.

 

Ég fór nú að hlægja þegar ég sá að Úlfur Úlfur væru að spila á hátíðinni, enda ein af þeim sem skilur ekki hippedí hopp (ég virðist hafa lítinn skilning á ansi mörgum tónlistarstefnum). Ég varð nú samt að sjá nokkur lög. Byrjaði standandi út í horni með krosslagðar hendur (klassísk varnarstaða), en fikraði mig svo alltaf nær og nær. Þetta kom skemmtilega á óvart. Það sem var náttúrulega alveg magnað við þetta var að Agent Fresco bandið varð eftir á sviðinu og spilaði með þeim. Ég er ekki viss um að ég hefði nennt að hluta á mörg lög á þeirra.

 

Annars er ég bara hrikalega sátt með fyrsta kvöld fjórðu Eistnaflugshatíðarinnar. Mikið verður þetta gaman! Rokk og ról


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þetta er lágkúru-tónlist/skrílslæti!

Jón Þórhallsson, 7.7.2016 kl. 12:43

2 identicon

guđ veri međ þèr

Sunna Þrastar (IP-tala skráð) 7.7.2016 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sunna Þrastardóttir
Sunna Þrastardóttir

Tónlistaráhugamaður með MA í blaða- og fréttamennsku, BA í recording arts og diplomu í hljóðblöndun frá SAE í Amsterdam. Ég mun einungis skrifa um tónlist á þessari síðu.

Færsluflokkar

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband