1860

 

Já ég skal sko segja ykkur það! Nú er kerla orðin ansi tæknivædd. Hingað til hef ég keypt mér geisladiska og plötur út í búð. En loksins skráði ég mig inn á tónlist.is og keypti þessa plötu þar, þetta er líka svo fallegur plötutitill að meður getur ekki annað en keypt hana, Artifical daylight. Og ég sé sko ekki eftir því. Hér kemur smá lýsing á plötunni. 

 

 

1. Go forth: Fallegt lag, það sándar allt ofboðslega fallega og tært. Ég er alltaf mjög skotin í röddunum og sérstaklega stráka röddunum. Það kemur smá breik í laginu sem er undir einhverjum Fleet foxes áhrifum ef mér skjátlast ekki.


2. Father's farm: Skemmtileg byrjun, man ekki eftir mörgum lögum sem byrja á svona hrárri bassatrommu. Síðan finnst mér milli stefið hljóma eins og eitthvað intró í teiknimyndaþáttum síðan ég var lítil, man samt ekki hvaða þáttur var það. Lgið er aðeins of mikið jolly cola fyrir mig.


3. Cold winter nights: Hef áður talað um það hvað mér finnst æðislegt þegar lög renna saman, og þetta heppnast mjög vel. Ég fæ alltaf gæsahúð og tár þegar þetta lag byrjar, alveg stórkostlega falleg byrjun. Síðan hressist lagið aðeins með fingrasmellum og maður heldur að maður sé að detta í eitthvað jolly cola lag en þá dettum við inn í frábært viðlag. Mér finnst söngvarinn fá að njóta sín vel í þessu lagi. Síðan dettum við annað erindi og þá rennur inn mjúkur bassi, silky smooth. Sjúklega flott hvernig mússíkin dettur niður fyrir breikið. Lokakaflinn er mjög flottur, maður heldur að lagið sé bara að renna út en þá fáum við gordjöss píanó alveg í blá lokinn. Mér finnst reyndar mjög pirrandi þegar hann segir öður side, í staðin fyrir other side. Það er nefnilega svo ótrúlega flottur tónn og þetta bara pirrar mig, svo ég næ ekki að njóta tónsins eins vel og mig hefði langað. Við fyrstu hlustun fannst mér þetta lag það besta á disknum. 


4. Socialite: Mér finnst alltaf magnað þegar maður man hvenær maður var þegar maður heyrir lög fyrst og ég man nákvæmlega hvar ég var þegar ég heyrði þetta lag fyrst. Ég var í mesta stresskast lífs míns á leiðinni í HÍ frá Hafnarfirði með meistara ritgerðirnar okkar Möggu heitar úr prentun, 10 mínútur í skil. Ég var að bíða á ljósum Kringlumýrabrautar/Miklubrautar og hljómsveitin var í viðtali og ég held að lagið hafi verið frumflutt í útvarpi akkúrat þá. Eitthvað náði þetta lag að róa mig og ég vissi að þetta myndi allt reddast :) Jebbs, ég gerði broskall. En hvað um það. Lagið byrjar á mjög flottu mandólíni og svo kemur söngurinn inn eitthvað prósessaður sem er mjög töff. Síðan rúllar þessi mjúki bassi inn, nammi. Mjög skemmtilegt lag. 


5. Bastion: Falleg byrjun. Þetta er bara ágætis lag, ekkert sem heillar mig upp úr skónum og ekkert sem pirrar mig. 


6. Blue ease, Líður bara í gegn. Ekki mikið að gerast en það virkar. Ofsalega fallegt, æðislegar raddanir þegar þeir segja blue ease. Tært og fallegt gítarsánd og flott sánd á rim shottinu..veit ekki hvað þetta heitir. Þegar það er slegið á kantinn á snerlinum. 


7. Íðilfagur. Skemmtileg melódía. Það pirraði mjög mikið þegar þeir byrja allt í einu að syngja á íslensku, bara asnalegt. En eftir fleiri hlustanir verður þetta bara skemmtilegt. Mandólínið fær að njóta sín vel í þessu lagi. Skemmtilega panaðir gítarpartar. Hvernig þeir gægjast inn, fyrst til hægri ,,hæ ég er hér‘‘ en svo til vinstri ,,nei djók ég er hér.‘‘ Dálítill húmor í því. 


8. Endless ocean. Frábær byrjun. ,,Sail on‘‘ hvað er að gerast? Hvaða tónar eru þetta! Það gerist eitthvað við þessa tónasamsetningu að það verður ekki haldið aftur af gæsahúðinni. Dásemd (ykkur að segja þá finnst mér dásemd vera fallegasta íslenska orðið, þannig í mínum huga gerist mússík ekki fallegri). Sérstaklega þegar þeir segja sail on í fyrsta skipti, það verður ekki alveg jafn áhrifaríkt næstu skipti þó það sé yndislegt. Frábært þegar trommurnar og bassinn koma inn. Besta lagið á disknum að mínu mati.  


9. Times. Fallegt lag en gerir ekkert ofsalega mikið fyrir mig. 


10. Surrender. Frábær melódía. Ágætis hugmynd að pana sönginn til hægri og allt annað til vinstri. Held þetta hefði notið sín betur í normal pani. Söngurinn fær að njóta sín vel en því miður bara hægra megin. Viðlagið gerir ekki mikið fyrir mig. 


Mikil sunnudagsplata. Þegar maður situr bara í sófnum eða er að skúra (haha eins og ég skúri einhvertíman) eða eitthvað og það er kalt úti en mjög fallegt veður eins og akkúrat í dag. Diskurinn einkennist af fallegum byrjunum, flottu spili, allt hljómar mjög vel, frábærar röddunum og fallegum melódíum og textum. Ég hélt ég væri meistari í því að radda, en ég gæti nú lært heilmargt af þessum peyjum. Ég held að lokaorðin verði þau að þessi plata er ofboslega falleg, en það eru tvö lög sem mér finnst ekkert voða spes. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sunna Þrastardóttir
Sunna Þrastardóttir

Tónlistaráhugamaður með MA í blaða- og fréttamennsku, BA í recording arts og diplomu í hljóðblöndun frá SAE í Amsterdam. Ég mun einungis skrifa um tónlist á þessari síðu.

Færsluflokkar

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband