Dásemdar gítarrúnk í Hörpu

 

Pabbi heitinn var duglegur að senda mér plötur frá Danmörku þegar ég var yngri og þá sérsteklaga plötur með hljómsveitum sem voru ekkert ofsalega vinsælar hér á landi og hvað þá meðal 16 ára unglingsstelpna. Þessar plötur voru með hjómsveitum á borð við Disneyland after dark, Dizzy miss Lizzy og meistara Steve Vai. Ég hlustaði á plöturnar Sex and religion og Fire garden fram og til baka á sínum tíma og var ofsalega hrifin af þeim. Þó ég hafi ekki hlustað á þessar plötur í mörg ár varð ég nú að sjá meistarann á sviði og keypti mér þess vegna miða á tónleika hans í Hörpu sem fóru fram í gær. Ef ég hefði ekki gert það hefði gamli væntanlega snúið sér við í gröfinni og ekki viljum við það. Ég rúllaði aðeins yfir þessar tvær plötur nokkrum dögum fyrir tónleikana og þær standa svo sannarlega fyrir sínu. 

 

Tónleikarnir voru haldnir í Silfurbergi í Hörpu sem ég held að hafi bara verið fín staðsetning. Þegar tónleikarnir byrjuðu fannst mér sándið frekar leiðinlegt, allt of mikill botn og mér fannst gítarinn eiginlega týnast. En hljóðið batnaði og var bara stórgott fannst mér, mér fannst reyndar mega vera hærra í bassanum, en að mínu mati mætti alltaf vera aðeins hærra í bassanum :) Ég var búin að búast við gæsahúð eftir gæsahúð og tárum en gæsahúðin kom aldrei. Auðvitað komu nokkur tár í Tender surrender, enda ég afskaplega tender kona. Einnig spratt fram tár á no time þegar Satriani barst til tals og þeir byrjuðu að spila Always with me always with you í djóki, bara í 5 sekúndur eða svo. Þrátt fyrir að gæsahúðin hafi aldrei komið voru tónleikarnir frábærir og Steve Vai afskaplega fyndinn gaur og skemmtilegt að fylgjast með honum. Bjóst við honum mjög þurrum og leiðinlegum, en hann var að skemmta áhorfendum sem var alveg frábært. Allir hljóðfæraleikararnir fengu sitt spotlight sem byrjaði með hinum gítarleikaranum sem var bilaður. Síðan fékk bassaleikarinn sitt slot og var sjúklega góður en ég hefði alveg viljað hlusta aðeins lengur á hann því hann fékk lítinn tíma. Trommarinn kom svo með eitt það allra besta trommusóló sem ég hef heyrt, enda kannski ekki heyrt mörg, en það var allavega gott.

 

Ég man aldre nöfn á lögum þannig að ég ætla ekkert að fara að þylja upp hvaða lög hann tók og mér fannst ekkert eitt lag neitt miklu betra en annað því þau voru öll mjög góð. En það voru ekki mörg lög sem ég hafði ekki heyrt, þannig að margt af þessu hlýtur að hafa verið af plötunum sem ég á. Þó að mér hafi ekki fundist neitt eitt lag flottast fannst mér rosalegt þegar Steve fór að spila á kassagítar, hef aldrei pælt í honum sem kassagítarleikara, en hann kann að káfa á strengjunum, það er nokkuð ljóst. Það var líka ótrúlega fyndið þegar hann skipti um föt í 3. eða 4. skiptið og kom svo aftur fram. Þá var búið að slökkva ljósin og hann kominn í einhvern geimbúning með ljósum sem skiptu um lit og með grímu sem einnig var upplýst. Auðvitað var gítarinn líka með einhverjum ljósum á og síðan var hann með leiser á hverjum putta. Frábær skemmtun :) 

 

Eins neikvæð og ég er verð ég líka að benda á pirrandi punkta. Ef að þið ætlið að fara að sjá svona magnaðann tónlistarmann drullið ykkur þá til að halda fokking kjafti. Afsakið orðbragðið. En þegar hinn gítarleikarinn fékk sitt spott (á kassagítar btw) þá voru einhverjar kellingar fyrir aftan okkur að tala og það ekki lágt. Hvernig vogið þið ykkur segi ég nú bara. Þetta var frábært lag hjá honum en maður gat ekki notið þess því einhverjar tussur (afsakið aftur orðbragðið, en ég verð brjáluð að hugsa um þetta) voru að tala um það hvort þær ætluðu á 11una eða á DIllon eftir tónleikana og hvort þessi eða hin myndi mæta. ARG! Ég, verandi eins og ég er, þorði ekki að segja neitt, en horfði þrisvar sinnum aftur til þeirra með illum augum en þær hafa greinilega ekki tekið eftir mér, enda of uppteknar að tala um hvað þær ætluðu að gera eftir á. Þegar Steve sjálfur tók svo part á kassagítarinn byrjuðu þær aftur að tala en núna um það að þær gætu sko ekki spilað svona á gítar. REALLY!!!!!??? Sem betur fer snéri konan sem sat við hliðin á okkur sér við og sagði þeim að grjóthalda kjafti eða fara fram. Þær gerðu það. Allavega var ég laus við þær það sem eftir var af kvöldinu. Takk kona, bráðum skal ég verða svona hugrökk eins og þú. Bottom line, HALDIÐ ÞIÐ FOKKING KJAFTI!!

 

Að mínu mati hefði mátt vera hlé þannig að maður gæti aðeins staðið upp og teygt úr sér. Vai dróg svo tvo úr salnum upp á svið til að hjálp sér. Stelpan sem fór upp á svið var voða krúttleg en gaurinn var algjört…..... Ég var búin að skrifa heilmikið en vil ekki vera kærð fyrir ærumeiðingar eða eitthvað þannig að ég ætla að tjá mig sem minnst um hann. En ég hefði allavega bara verið þakklát og sýnt virðingu. Síðan var ég mjög pirruð við Vai að hafa ekki valið Andra Ívars (Steve Vai Íslands) upp á svið. Ég reyndi að senda honum hugskeyti um að velja Andra en vindvélin hans Steve hefur greinilega náð að feykja hugskeytinu eitthvert annað.  

 

Lokarðin eru þau að þessir tónleikar voru frábærir. Ekki bara flott tónlist heldur líka góð skemmtun. Rúsínan í pylsuendanum var svo þegar Steve mætti í landsliðstreyju í uppklappinu. Frábært alveg. Takk fyrir mig, og það er eins gott að þú komin með G3 til Íslands eins og þú lofaðir okkur :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

óvenjulegur pistill, en samt fínn takk fyrir.

Bubbi Morthens (IP-tala skráð) 12.10.2013 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sunna Þrastardóttir
Sunna Þrastardóttir

Tónlistaráhugamaður með MA í blaða- og fréttamennsku, BA í recording arts og diplomu í hljóðblöndun frá SAE í Amsterdam. Ég mun einungis skrifa um tónlist á þessari síðu.

Færsluflokkar

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband