Airwaves - Dagur 4

 
Laugardagskvöldið var pakkað og sérstaklega af tónlist sem ég þekkti lítið sem ekkert. Fyrst var ferðinni heitið á Iðnó.

15. Þar var drottningin Eivör Pálsdóttir að spila með hljómsveit. Ég hef aldrei séð hana áður, en vissi alveg að hún væri góð en ekki svona góð! Lögin voru líka hressari en ég bjóst við. En mesta sjokkið var einfaldlega hversu gott vald hún hefur á röddinni. Ég er mjög krítísk á það þegar fólk syngur falskt, jafnvel þó það sé ekki nema ogguponsulítið og ég beið eftir því alla tónleikana að hún myndi klúðra einhverju. Ég stóð mig að því tvisvar að hrissta hausinn einfaldlega því ég trúði ekki að þetta væri að gerast. Konan syngur lengst upp á háa c eða væntanlega miklu hærra en það (er ekki nógu vel að mér í tónfræðinni) og heldur einhverjum hátíðnitón áður hún droppar fullkomleqa niður í einhvern lágan tón. Ég held hreinlega að ég hafi aldrei séð svona áður. Ef ég hefði verið með hatt hefði ég tekið að ofan fyrir drottningunni og hef ég ákveðið að kalla hana drottningu hér eftir. Við vorum fimm stelpur sem fórum saman á Eivöru og vorum allar nánast með tárin í augunum yfir því hversu stórkostlegir tónleikar þetta voru, mig langaði nú reyndar helst til að grenja af því tónleikarnir voru alltof stuttir.

16. Því næst röltum við á Gaukinn þar sem við horfðum á þrjú bönd. Fyrst var það Fears. Ég hafði aldrei heyrt um þessa hljómsveit áður né heyrt í henni, en þetta er stórflott band. Flottur söngvari og fín mússík, en það er bara alltaf sama helvítis sagan með Gaukinn, það er svo alltof fokking hátt þarna inni. Við vinkonurnar ákváðum að sitja á hliðarlínunni og sáum því hljómsveitina ekki. Eru allir löngu orðnir heyrnalausir sem vinna þarna? Ég bara skil þetta ekki andaskotinn hafi það, já ég er frekar pirruð yfir því að geta ekki farið á tónleika og notið þeirra. En ég mun klárlega skoða þetta band betur.

17. Sign voru næstir á svið sem ég var mjög spennt fyrir, enda ekki séð þá í mörg ár. Þeir voru mjög þéttir og góðir en aftur ákváðum við að sitja fyrir aftan vegg til að hlífa eyrunum aðeins.

18. Þá var komið að hljómsveitinni sem ég  hlakkaði mest til að sjá þetta kvöld, enda var okkur sagt að við hefðum misst af tónleikum ársins eftir að við misstum af Legend á Eistnaflugi. Ég hefði betur átt að gera mér örlítið minni væntingar því þá hefði ég farið glaðari út. Í fyrsta lagi var tónlistin súper há og bassinn svo mikill að ég hélt að lungun myndu falla saman eða augun skjótast úr höfuðkúpunni þegar þeir byrjuðu fyrst.  Ég færði mig svo aftar og aftar þangað til ég fór bara út og hlustaði þar. Síðan þegar frægasta lagið þeirra byrjaði fór ég aftur inn en hefði betur átt að vera bara úti. Hann var bara falskur allan tímann og bara blehh, aðeins of artí fyrir minn smekk. Ég væri samt til í að gefa þeim annan séns

19. Af Gauknum var rölt yfir í Þjóðleikhúskjallarann þar sem færeyska hljómsveitin/tónlistarmaðurinn Byrta sá um tónlistina. Ég held nú að tónlistin hafi ekki verið svo slæm en hljóðið var alls ekki gott. Reyndar stóðum við frekar aftarlega, má vel vera að hljóðið hafi verið betra framar. Ég er líka til í að gefa þeim annan séns. 

 20.-21.Við enduðum kvöldið svo í Hörpu þar sem við sáum Young Dreams og Jon Hopkins. Young Dreams er eitthvað sem vert er að fylgjast með, ansi hressandi popparar. Jon Hopkins hef ég ekki áhuga á að fylgjast með, enda verð ég seint talin áhugamanneskja um elktró danstónlist. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Byrta er færeyskur dúett.  Þar leiða saman hesta sína söngvaskáldið og söngkonan Guðríð Hansdóttir og Janus Rasmussen,  fram til þessa þekktastur sem hljómborðsleikari Bloodgroup.  

  Lýsing þín á Eivöru er skemmtileg.  Bók um Eivöru kemur út eftir nokkra daga.

Jens Guð, 8.11.2013 kl. 21:10

2 identicon

Já ég væri til í að athuga Byrtu betur og ég mun ekki missa af þeirri bók :)

Sunna (IP-tala skráð) 10.11.2013 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sunna Þrastardóttir
Sunna Þrastardóttir

Tónlistaráhugamaður með MA í blaða- og fréttamennsku, BA í recording arts og diplomu í hljóðblöndun frá SAE í Amsterdam. Ég mun einungis skrifa um tónlist á þessari síðu.

Færsluflokkar

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband