Airwaves - Dagur 3

Jájá ég held bara áfram að bomba hér inn Airwaves færslum og nú er komið að kvöldi 3. Að mínu mati var dagskráin þetta kvöld minnst spennandi af öllum kvöldunum, aðeins tvö bönd sem ég hlakkaði mikið til að sjá.


11. Samuel Jon Samuelsson big band. Að mínu mati er bara hreinlega allt sem hann Samúel kemur nálægt hreinasta gull og er þessi hljómsveit engin undantekning. Risa band og rosa kraftur sem skilaði sér út í sal. Ótrúlega skemmtileg tónlist og mikið dillað sér á þessum tónleikum. En hvað er að frétta af Jagúar? Það er að mín mati eitt besta band sem við höfum átt. En þetta band var reyndar stórgott og ég hlakka strax til að sjá þau aftur.


12. Næstur á svið var John Grant. Hann er heldur of rólegur fyrir minn smekk en ég var búin að hlakka til að heyra GMF og nýjasta lagið sem er í spilun í útvarpinu núna sem mér finnst stórgott. Einnig þykir mér lagið Marz ofsalega fallegt lag sem hann flutti ofsalega fallega. Hann er súper söngvari með djúpa og silkimjúka rödd sem hrífur mann og er með flotta spilara með sér. 


13. Eftir það var það Sýrlendingurinn Omar Souleyman. Ég var frekar svartsýn fyrir tónleikana og bjóst ekki við miklu en ég hefði betur átt að vera aðeins jákvæðari því stemningin á þessum tónleikum var sú besta af öllum tónleikunum sem ég sótti. Það var líka mjög súrrealísk stemning á sviðinu. Á sviðinu voru tveir gaurar. Dj-inn og svo Yasser Arafat…ég reyndar var ekki með gleraugun þannig að það gæti hafa verið einhver annar. En Arafat gerði fátt annað en að labba fram og til baka og líta á klukkuna, hann var greinilega að skemmta sér konunglega. En þrátt fyrir að hann virtist vera í tímaþröng þá virtust áhorfendur ekki kippa sér upp við það og dilluðu sér og hoppuðu. Að mínu mati var hvorki tónlistin né söngurinn upp á marga fiska, en maðurinn fær hrós fyrir að kunna að klappa. Allir voru að fýla hann nema ég, ég er greinilega ekki með nógu þróaðan tónlistarsmekk.   


14. Mestu vonbrigði kvöldsins var svo Aluna George. Ég var reyndar alveg pínu spennt (mínus rokk stig) fyrir laginu Attracting Flies sem var eina lagið sem ég hafði heyrt með henni. En æjji þetta var bara asnalegt, hún labbar út á svið í bleyju (eins og áður kom fram var ég ekki með gleraugun svo þetta gæti hafa verið eitthvað annað) og byrjar svo eitthvað að gaula. Hund leiðinleg lög og bara blehh, ég hafði ekki þolinmæði til að bíða eftir laginu mínu enda ekkert meistaraverk svo sem. Ég ætla ekki að kenna óþróuðum tónlistarsmekk um það að ég hafi ekki fýlað hana. Hún var bara leiðinleg. Punktur.

 

Ekki var það nú meira sem ég sá þetta kvöld. En á morgun blogga ég um kvöld 4 þar sem ég sá meðal annars drottninguna Eivöru Páls, Sign og Byrtu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sunna Þrastardóttir
Sunna Þrastardóttir

Tónlistaráhugamaður með MA í blaða- og fréttamennsku, BA í recording arts og diplomu í hljóðblöndun frá SAE í Amsterdam. Ég mun einungis skrifa um tónlist á þessari síðu.

Færsluflokkar

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband