Airwavesklúður

Þetta var mesta klúður kvöld lífs míns. 

 

Við vorum komnar í Hörpu um rétt að verða 9. Mig langaði að sjá Júníus Meyvant, var búin að heyra að tónleikrnir hans í Gamla bíó hefðu verið mjög flottir. Síðan var aðalatriðið auðvitað að sjá Hozier sem okkur langaði öllum mikið að sjá. Þegar við komum í Hörpu var engin röð þannig að við röltum bara beint upp. Eftir smá spjall fyrir framan salinn ákváðum við að fara á klósettið en af því að það var smá röð uppi ákváðum við að fara í kjallarann því þar eru aldrei raðir. Þegar við höfðum lokið okkur af í kjallaranum fórum við upp aftur en þá blasti við þessi gríðarlega röð sem náði næstum því út úr Hörpu. Við bjuggumst nú við að hún myndi ganga hratt þannig að við vorum bara ekkert að stressa okkur. Blessuð röðin gekk hins vegar bara ekki rassgat. Til að gera langa sögu stutta þá misstum við bara af öllu. 

 

Við vorum gríðarlega sára en þar sem ég er nýbúin að fara á tvo jákvæðninámskeið á stuttum tíma brosti ég bara í gegnum tárin. Ég átti ennþá eftir að sjá átrúnaðargoðin mín í Brain Police. Við röltum beint yfir á Gaukinn þar sem Grísalappalísa var að ljúka sér af. Tónlistin höfðar ekkert gríðarlega mikið til mín en þetta var ágætt. Síðan steig á svið band sem heitir Perfect Pussy sem var í raun alveg skelfilegt band, hef ekkert meira um það að segja. 

 

EIn í hópnum vill meina að næsta band sem steig á svið sé besta íslenska hljómsveitin síðan Trúbrot. Ég er ekki alveg viss um að ég vilji ganga svo langt og segja það en the Vintage caravan er gríðarlega öflugt band. Pjúra rokk og ról eins og það gerist best, ég hef séð þá nokkrum sinnum og þeir hafa alltaf verið í fantaformi. 

 

Brain Police lokuðu kvöldinu. Ég var í jákvæðniskasti, þökk sé Siggu Kling, og hef sjalda skemmt mér jafn vel á tónleikum með þeim. Þeir voru hins vegar langt frá sínu besta og ekki var hljóðið að bæta neitt. Ég sé hins vegar ekki sólina fyrir þessum drengjum og hef ekki gert síðan ég var 17 ára. Fyndið hvað maður getur verið ótrúlega krítískur á margt en samt leitt svona hjá sér og bara notið, kannski smá hræsni, en mér er sama. 

 

Band kvöldsins: Brain Police

 

Lag kvöldsins: Taste the flower (spurning hvort þetta sé ekki bara besta þungarokkslag íslandssögunnar, og kannski líka Coed Fever, og, og, og…)

 

Svekkelsi kvöldsins: Gettu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sunna Þrastardóttir
Sunna Þrastardóttir

Tónlistaráhugamaður með MA í blaða- og fréttamennsku, BA í recording arts og diplomu í hljóðblöndun frá SAE í Amsterdam. Ég mun einungis skrifa um tónlist á þessari síðu.

Færsluflokkar

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband