Airwaves dagur 3

Airwaves dagur 3

 

Þeir sem sáu Dusty Miller fyrir aftan Bæjarins bestu í gærkvöldi hljóta að teljast aðdáendur númer 1. Í skítakulda og roki byrjuðum við kvöldið þar og eyðilögðum þar með hárgreiðslurnar, en það var allt þess virði því þetta band er náttúrulega stórkostleg, líka í litlum gám fyrir utan pylsusjoppu. Með ískalda fingur spiluðu þeir bæði nýtt efni og eldra fyrir viðstadda. Ég get ekki beðið eftir nýrri plötu frá þeim því nýja efnið er hrikalega gott. 

 

Eftir meistara Dusty fórum við á Fredriksen þar sem við sáum endann á Gretu Svabo Bech. Fredriksen hentar mun betur fyrir svona acoustic set. Hún er með voða fína rödd en ekkert sem greip mig neitt þannig. Hún tók í lokinn Drunk in Love með Beyoncé sem var ansi athyglisverður flutningur. Ein úr hópnum sá alla tónleikana og sagist hafa fengið gæsahúð nokkrum sinnum þannig að það er kannski þess virði að athuga málið betur.

 

Þaðan var förinni heitið á Listasafnið þar sem þýska rafgrúbban Ballet School spiluðu. Mér fannst fyrsta lagið sem þau tóku alveg gæsahúðar gott, en annars var þetta ekki minn tebolli. Þetta er svona 80's popp, ég hugsaði bara um Dirty dancing og Footloose, ætlið það sé ekki aðalega sneriltromman sem kemur með þetta 80's sánd. Það var líka mikil, The Cure fýlingur í þessu og ég hef aldrei verið aðdáandi.  Söngkonan var mjög góð og með gríðarlegt raddsvið og hitti í langflestum tilfellum á réttu tónana. Í sumum hæstu tónunum minnti hún mig á Röggu Gísla sem er nú ekki leiðum að líkjast.

 

Moses Hightower voru næstir á svið. Ég held því miður að ég hafi bara séð þá einu sinni áður sem er algjör skandall því þetta er yndislegt band. Vel spilandi, syngjandi, flottir textar og bara allt gott um þá að segja. Svo eru þeir líka bara svo sexý, alltso tónlistin. Ég var næstum farin að káfa á Möggu vinkonu en ákvað að setja hendurnar bara í vasana svo ég færi mér ekki að voða. Þeir eru algjört nammi.

 

Eftir sexítæm fórum við í Hörpu að sjá tónlistarkonuna Zhala frá Svíþjóð. Ein í hópnum var æst að sjá hana. Ég hef bara aldrei séð aðra eins sýru. Fyrst labbar kall og kona inn á sviðið, kallin næstum nakin en konan bara gjörsamlega allsber…ha!? Kallinn sest niður hjá einhverri plöntu á sviðinu og byrjar að dansa einhvern jógadans. Á meðan situr sú nakta á einhverju rúmi aftast á sviðinu að borða vínber eða hnetur eða eitthvað. Síðan kemur Zhala á sviðið og byrjar að syngja. Fólk virtist vera að fýla þetta en ég stóð bara frosin og vissi ekkert hvað ég ætti að gera, er greinilega ekki nógu þroskuð fyrir svona gjörning. Tónlistin var örugglega ágæt en maður tók ekki eftir henni því maður var bara að glápa á konuna með vínberin og að vona að kallinn færi líka úr fötunum. Ég kenni Moses Hightower um það. Við löbbuðum út eftir  3 lög. 

 

Við vissum ekkert hvað við áttum að gera af okkur þannig að við ákváðum að labba á Húrra til að sjá Skvab eins og ég kýs að kalla hann. Eftir að hafa staðið í röð í 15 mínútur ákváðum við að gefa skít í þetta og beint inn á Nonna í hlýjuna. Þar með var kvöldið búið.

 

 

Band kvöldsins: Dusty og Moses verða að vera jafnir, get ekki gert upp á milli þeirra.

 

Lag kvöldsins: Háa c með Moses og lagið með Dusty sem er með skrítnum takti og ég veit ekki hvað heitir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sunna Þrastardóttir
Sunna Þrastardóttir

Tónlistaráhugamaður með MA í blaða- og fréttamennsku, BA í recording arts og diplomu í hljóðblöndun frá SAE í Amsterdam. Ég mun einungis skrifa um tónlist á þessari síðu.

Færsluflokkar

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband