Airwaves dagur 1

Airwaves dagur 1

Fyrsta kvöld Airwaves hátíðarinnar hófst í Iðnó hjá okkur systrum. Þar sáum við hina bráðskemmtilegu sveit Caterpillarmen. Þrátt fyrir að vera orðin 6 ára hljómsveit hefur mér ekki tekist að sjá þá fyrr en nú. Fyrstu lögin gerðu lítið fyrir mig. En um leið og bassinn fór í „réttar hendur“ og nýr maður tók við míkrafóninum fóru hlutirnir að gerast. Að mínu mati fúnkerar bandið best þannig og þá fyrst kom stemning í mannskapinn. Söngvarinn er alveg stórkostlegur performer með danssporin á hreinu. Maður gat ekki annað en brosað út að eyrum og dillað sér, sérstaklega í laginu sem mér heyrðist vera eitthvað á þessa leið.,, burnt toast, rubber bullets,“ þarf að segja meira?

Næsta stopp var á Gauknum þar sem við sáum In the company of men. Samkvæmt facebook síðu sveitarinnar skilgreina þeir sig sem hardcore/mathcore/jazzcore. Ég held að ég sé bara orðin of gömul fyrir allt þetta core, allavega gerði þetta lítið fyrir mig. Það var reyndar ein mjög flott bassalína sem ég heyrði í á milli growla sem fangaði athygli mína.

Við enduðum kvöldið í Hörpu þar sem við hlustuðum á Júníus Meyvant. Ég hafði heldur aldrei heyrt í honum, rétt missti af honum á Airwaves í fyrra og sá mikið eftir því. Tónleikarnir voru frábærir í alla staði. Hljóðfæraleikur til fyrirmyndar sem og Júníus sjálfur (eða Júventus eins og systir mín kallaði hann) og sándið hefði ekki getað verið betra að mínu mati. Þriðja lagið sem þeir tóku heillaði mig upp úr skónum, veit því miður ekki hvað það heitir. Þegar maður stendur í mannþvögu með nokkur hundruð manns, en nær gjörsamlega að kúppla sig úr öllu og líður eins og maður sé einn í heiminum, þá verður sú hljómsveit að fá eitt stórt klapp. Kella fékk meira að segja smá ryk í augað og það er alltaf jákvætt og frábær tilfinning þegar tónlist nær að sópa ryki í augun á manni. Mig fannst samt vanta alvöru brass fyrir aftan, það hefði kórónað tónleikana. Eftir tónleikana sagði ég að ég gæti alveg sleppt því að fara á fleiri tónleika því það væri ekkert að fara að toppa þetta. En sjáum til hvað komandi dagar bera í skauti sér. Gleðilega Airwaves. 

 

Hljómsveit kvöldsins: Júníus Meyvant

Lag kvöldsins: 3. lag sem Júníus Meyvant tók (veit ekki hvað það heitir)

Klúður kvöldsins: Var reyndar ekki tónlistartengt. En við systur fórum að borða á Tapas barnum á milli tónleika. Þegar við vorum búnar að borða fórum við á snyrtinguna og þegar við komum til baka var konan sem hafði setið á borðinu við hliðin á okkur að fá sér bita af súkkulaðikökunni sem við höfðum ekki kárað. Má það bara? Pæling.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sunna Þrastardóttir
Sunna Þrastardóttir

Tónlistaráhugamaður með MA í blaða- og fréttamennsku, BA í recording arts og diplomu í hljóðblöndun frá SAE í Amsterdam. Ég mun einungis skrifa um tónlist á þessari síðu.

Færsluflokkar

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband