Airwaves - Dagur 1


Já ég skal sko segja ykkur það. Nú er konan búin að prófa Airwaves. Elsku besta systir mín gaf mér miða á Airwaves í útskriftargjöf. Ég hafði aldrei farið áður, enda bjó ég í Amsterdam áður og var svo fátækur námsmaður. En það sem þetta er flott hátíð! Ég á bara ekki til orð, stórkostlegt alveg hreint. Næstu daga ætla ég að blogga um hátíðina og mína upplifun af þessari snilld. Þar sem ég er að skrifa þetta eftir á vona ég að ég sé ekki að gleyma neinu. Ég nenni ekki að henda þessu öllu inn í einu enda yrði það súper löng færsla og ég tek bara einn dag í einu eins og maðurinn sagði. 

 

1. Ylja. Ég var að sjá Ylju flokkinn í 3. eða 4. skipti og ég hata þau alltaf jafn mikið, eða réttara sagt hata að elska þau. Þetta eru tvær ótrúlega hæfileikaríkar stelpur sem spila á gítar og syngja eins og englar. Smá öfundsýki í gangi hérna megin. Síðan er slædari, bassi og slagverk. Það eru nú liðnir nokkrir mánuðir síðan ég sá þau síðast og það er ekkert lítið sem þeim fer fram og þá sérstaklega söngvurunum. Einnig eru þau farin að spreyta sig á enskunni og þá kveður við nýjan tón í tónlistinni. Tónlistin fer úr því að vera þjóðlagaskotin yfir í aðeins poppaðri stemningu á enskunni. Ágætis tilbreyting. 

  

2. 1860. Eftir Ylju steig hljómsveitin 1860 á svið. Ég var að sjá þá í fyrsta skipti live, fyrit utan nokkur lög á Októberfest HÍ einhvertímann. Þeir eru stórkostlegir og hvergi falskan tón að finna. Einnig eru þeir mjög hressir og fyndnir á sviði. 


3. Agent Fresco. Við færðum okkur svo um set og fórum í Listasafnið þar sem Agent Fresco voru að spila. Mig minnir að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem ég fer á tónleika í þessu húsi og ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Agent Fresco voru stórkostlegir eins og þeirra er von og vísa en hljómburðurinn í húsinu er alveg skelfilegur. Þetta er náttúrulega bara steyptur geymir og hann hlómar nákvæmlega þannig. Hljóðið skánaði þó aðeins því nær sem við fikruðum okkur enda ekki jafn mikið pláss fyrir hljóðið að skoppa af veggjunum áður en það kom til okkar. Hljóðið eyðilagði eiginlega mína upplifun af tónleikunum, en það er ekki við hljómsveitarmeðlimi að sakast því þeir eru alltaf flottir. Voða fínt að það eigi að rífa Nasa, enda heill hellingur af flottum tónleikastöðum í borginni okkar. Fokk off. 


4. Valdimar tóku við af Fresco og voru mjög góð. Það sem maðurinn getur sungið. Ég átti bágt með mig í laginu Um Stund. Það er bara eitthvað við þetta lag, hljómagangurinn eða eitthvað. Viðlagið dettur inn í tón sem maður býst ekki við (eða allavega ekki ég) og það er það sem fær mín hár til að rísa, þetta óvænta. Alveg undursamlegt lag. 


5. Mammút. Næst röltum við í Hörpu og hlustuðum á Mammút. Ég hef reyndar aldrei verið mikill aðdáandi, en finnst þessi tvö nýju lög sem eru  í spilun í útvarpinu stórgóð, Blóðberg og lagið Salt. ,,Stráðu á mig salti‘‘  eða eins og vinkona mín hélt að textinn væri ,,Klýndu á mig salti.‘‘ Flutningurinn var fullkomin en mér fannst eins og hljómsveitin týndist aðeins því salurinn er mjög stór og krafturinn var bara ekki nógu mikill. Það hefði bara held ég mátt hækka í græjunum (og það þarf mikið að gerast til að ég kvarti yfir því að eitthvað sé of lágt). 


6. Retro Stefson Við fórum svo yfir í næsta sal og dilluðum okkur aðeins við Retro Stefson eins og gengur og gerist. Þau voru ótrúlega flott og kraftmikil eins og þau eru vön. 


Sú ákvörðun að fara heim eftir Retro Stefson var ein af þeim erfiðari sem ég hef þurft að gera í lífinu (já þetta líf hefur kannski verið svolítill dans á rósum). En það var ákvörðunin að fara ekki á Emilíönu Torrini (ég er btw byrjuð að skrifa blogg um nýju plötuna hennar sem ég pósta eftir þetta Airwaves blogg fíaskó). En Emilíana Torrini hefur eiginlega alltaf verið ein af mínum allra uppáhalds íslensku tónlistarmönnum. En hverjum dettur í hug að hafa hennar tónleika eftir miðnætti á miðvikudagskvöldi! Sá maður eða kona hefur greinilega fengið eitthvað í hausinn því ég bara skil þetta ekki. Ég er vinnandi kona og þarf að mæta í vinnu á fimmtudegi! Andodinn! eins og hún amma mín myndi segja. En reyndar var þreyta farin að segja til sín og almennur bakverkur þannig að ég hugsaði að ég hefði ekki notið tónleikana að fullu hvort sem er og fyrst hún er flutt til landsins hlýtur konan að fara að spila eitthvað að ráði. Ég verð allavega fyrst til að kaupa miða á þá tónleika. 


En ég verð að segja að þetta fyrsta kvöld var eiginlega bara besta kvöldið í heildina á litið. Öll böndin ofsalega flott og ekkert leiðinlegt inn á milli. Enda allt íslensk bönd sem ég hef séð áður og þekki vel og mikið djöfulli eigum við mikið af flottu tónlistarfólki. Takk fyrir mig. 

 

Á morgun verður það kvöld 2 þar sem við sáum meðal annars Árstíðir, Endless Dark og Hjaltalín.  

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sunna Þrastardóttir
Sunna Þrastardóttir

Tónlistaráhugamaður með MA í blaða- og fréttamennsku, BA í recording arts og diplomu í hljóðblöndun frá SAE í Amsterdam. Ég mun einungis skrifa um tónlist á þessari síðu.

Færsluflokkar

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband