Airwaves - laugardagur

Iðnó var fyrsta stopp laugardagskvöldsins á Airwaves. Þar var blús/rokk hljómsveitin Beebee and the bluebirds að spila. Ég hef aldrei verið mikil blús kona en það var nóg af rokki í þessu til að staldra við. Ég hef heyrt söngkonuna syngja áður með Baggabandinu og vissi að hún væri hörku söngkona. Ég vissi líka að hún spilaði á gítar en ég bjóst við öðrum lead gítarleikara. Ég hef greinilega ekki verið nógu dugleg að lesa Veru blöðin hennar mömmu hérna í denn. Eða þá að maður er hreinlega ekki vanur að sjá söngkonu sem er líka lead gítarleikari sólóandi út um allt. Á milli laga sagði systir mín að þessi kona hlyti að vera mest cool kona sögunnar og ég held að hún sé ekki fjarri lagi þar. Við allavega stóðum alveg dolfallnar, með gæsahúð og ég með tár í augun í einhverjum lögum. Lögin eru hvert öðru betra og bandið er skipað topp hljóðfæraleikurum. Mér fannst líka æðislegt hvað þau voru hógvær. Hún þakkaði áhorfendum oft fyrir komuna og ég segi nú bara nei, þakka ykkur fyrir.

 

Við röltum þá í Hörpu í raun ekki með neitt ákveðið plan. Kíktum fyrst á Kiasmos sem er techno tvíeyki. Stöldruðum við í nokkur lög, þetta var örugglega rosa flott en ég skil ekki techno það er ósköp einfalt. Þaðan fórum við í næsta sal og sáum nokkur lög með írsku hljómsveitinni Soak sem var svona allt í lagi, rokk popp eitthvað, ekkert sem heillaði mig upp úr skónum. Sóley spilaði eftir þeim. Hún var ágæt, ekki mín uppáhalds tónlist, kannski aðeins of rólegt og of miklar endurtekningar fyrir minn smekk. En hún er með fallega rödd og skemmtileg á sviði, spjallar við áhorfendur mér finnst það alltaf skemmtilegt, eitthvað svo mannlegt.

 

Við skoðuðum dagskránna og ákváðum að sjá smá af Battles, kíkja síðan í næsta sal og fá smá soul í kroppinn frá Saun og Starr og fara svo á Nao á Nasa. Battles er nú meiri sýran. Samt þannig að maður getur eiginlega eki slitið sig frá, því maður er svo forvitin hvað í ósköpunum skildi eiginlega gerast næst. Gítarleikarinn minnti mig á sjálfa mig þegar ég fékk fyrst rafmagnsgítar og magnara með innbyggðum effectum. Þið vitið þegar maður situr bara og prófar alla effectana sína. Síðan var hann líka með hljómborð sem hann ýtti bara á einhverjar nótur hér og þar, allavega hljómaði það þannig í mínum eyrum, þau eru kannski ekki nógu þroskuð fyrir þetta.

 

Við ætluðum bara að sjá eitt, tvö lög með Saun & Starr og fara svo á Nao. Til að gera langa sögu stutta fórum við ekki á Nao. Mikið er gaman að uppgötva nýja tónlist. Við erum að tala um sax, trompet, bassa, trommur, gítar og tvær fimmtugar alvöru gospel söngkonur. Getur maður beðið um eitthvað betra!? Bandið byrjaði að spila áður en söngkonurnar komu inn á sviðið og það hefði verið alveg nóg fyrir mig því þetta er með betri böndum sem ég hef séð. Bassinn maður, bassinn. Í einu laginu sendu þær bandið af sviðinu og stigu frá míkrafónunum og sungu gospel. Namminamm. Við stóðum með stjörnur í augunum alla tónleikana. Ég held að það sé skilda að athuga þetta band betur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sunna Þrastardóttir
Sunna Þrastardóttir

Tónlistaráhugamaður með MA í blaða- og fréttamennsku, BA í recording arts og diplomu í hljóðblöndun frá SAE í Amsterdam. Ég mun einungis skrifa um tónlist á þessari síðu.

Færsluflokkar

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband